Próf til viðurkennds bókara
Próf til viðurkennds bókara verður á komandi hausti 2025. Prófamiðstöð Íslands mun styðjast við núverandi prófefnislýsingu, svipað skipulag og samskonar framkvæmd og verið hefur.
Próf til viðurkennds bókara verða haldin hjá Prófamiðstöð Íslands á komandi hausti 2025. Í fyrstu verður stuðst við prófefnislýsingu sem prófnefnd á vegum Menningar- og viðskiptaráðuneytisins studdist við en mikilvægt er að próftakar styðjist við nýjustu útgáfu við undirbúning prófanna. Skipulag og framkvæmd prófanna verður áfram með svipuðu sniði.
Það verða áfram eftirfarandi þrjú próf:
- (1) Próf í reikningshaldi og upplýsingatækni;
- (2) Próf í skattskilum og
- (3) Raunhæft verkefni úr bæði reikningshaldi og skattskilum.
Áfram verður boðið upp á upptökupróf eftir áramót (feb 2026) eins og verið hefur. Prófamiðstöð Íslands býður þeim sem enn eiga eftir að klára eitt eða tvö próf að gera það innan þriggja ára reglunnar og eiga þannig kost á að öðlast fullgilda viðurkenningu frá Prófamiðstöð Íslands. Það verður gert í samstarfi við ráðuneytið og fráfarandi prófnefnd.
Prófin verða haldin eftirtalda daga:
- Prófhluti 1 verður miðvikudginn 8. október, 13.00-16.00
- Prófhluti 2 verður miðvikudaginn 19. nóvember, 13.00-16.00
- Prófhluti 3 verður miðvikudaginn 10. desember, 10.00-15.00
Opnað verður fyrir skráningu í ágúst.
Fulltrúar Prófamiðstöðvar hafa átt gott og jákvætt samtal við helstu hagaðila um yfirfærslu frá ráðuneytinu og fundið mikinn stuðning.
Fulltrúar prófamiðstöðvar skipa prófnefnd og verður hún skipuð fjórum fulltrúum. Formaður prófnefndar verður óháður sérfræðingur til að tryggja hlutleysi og faglega úrlausn álitamála.
Prófamiðstöð Íslands ætlar að vinna markvisst í samstarfi við hagaðila að áframhaldandi þróun prófanna (þ.e. prófefnislýsingu og framkvæmd) til að tryggja að þau séu í takt við þróun og þarfir markaðarins á hverjum tíma. Það er fátt mikilvægara en að halda áfram að auka verðgildi viðurkenningarinnar á atvinnumarkaði.
Spurt og svarað
Hver veitir viðurkenninguna hér eftir?
Prófamiðstöð Íslands mun gefa út skírteini til þeirra sem ná prófum til viðurkenningar bókara. Þeir sem ná prófunum munu því verða viðurkenndir bókarar frá Prófamiðstöð Íslands
Hvað breytist í sjálfum prófunum?
Verður starfrækt prófanefnd?
Prófamiðstöðin mun starfrækja prófanefnd sem verður skipuð fjórum einstaklingum. Hlutverk hennar er að tryggja gæði og þróun prófanna í takt við þarfir markaðarins hverju sinni. Þar undir fellur prófagerð, framkvæmd, endurgjöf og veiting viðurkenninga.
Hvenær verða prófin?
Prófin verða haldin eftirfarandi daga:
– Prófhluti 1 – miðvikudaginn 8. október
– Prófhluti 2 – miðvikudaginn 19. nóvember
– Prófhluti 3 – miðvikudaginn 10. desember
Hvað munu prófin kosta?
Hvert próf mun kosta 49.500kr. Til að eiga próftökurétt í sjúkra- og upptökupróf þarf próftaki að hafa greitt fyrir aðalpróf. Sjúkra- og upptökupróf kosta einnig 49.500kr.
Verður hægt að ljúka viðurkenningu ef ég er búin með 1 eða 2 próf hjá ráðuneytinu?
Prófamiðstöð Íslands býður þeim sem enn eiga eftir að klára eitt eða tvö próf að gera það innan þriggja ára reglunnar og þannig öðlast fullgilda viðurkenningu frá Prófamiðstöð Íslands. Það verður gert í samstarfi við ráðuneytið og fráfarandi prófanefnd.