Hafðu samband ef þig vantar frekari upplýsingar.
Prófamiðstöð Íslands mun gefa út skírteini til þeirra sem ná prófum til viðurkenningar bókara. Þeir sem ná prófunum munu því verða viðurkenndir bókarar frá Prófamiðstöð Íslands
Prófamiðstöðin mun starfrækja prófanefnd sem verður skipuð þremur einstaklingum eins og hingað til og hennar hlutverk áfram að tryggja prófagerð, framkvæmd, endurgjöf og veitingu viðurkenninga. Einnig verður starfrækt fagráð skipað fulltrúum helstu fagaðila til að tryggja gæði og þróun prófanna í takt við þarfir markaðarins hverju sinni.
Prófin verða á svipuðum tíma í haust og þau voru síðasta haust. Prófhluti I var 10. október, prófhluti II var 20. nóvember og prófhluti III var 9. desember. Stefnt verður að því að auglýsa nýjar prófadagsetningar fljótlega eftir páska.
Við vonumst til að prófagjöldin hækki ekki meira en 5-10% frá því í fyrra, en það á þó eftir að koma í ljós, enda liggja ekki fyrir samningar við prófagerðarfólk, fólk í prófanefnd og fagráði.
Prófamiðstöð Íslands býður þeim sem enn eiga eftir að klára eitt eða tvö próf að gera það innan þriggja ára reglunnar og þannig öðlast fullgilda viðurkenningu frá Prófamiðstöð Íslands. Það verður gert í samstarfi við ráðuneytið og fráfarandi prófanefnd.